Handritshöfundurinn og leikstjórinn Aaron Sorkin mætti með ofurfyrirsætuna Paulinu Porizkovu á rauða dregilinn þegar Óskarsverðlaunin voru afhent á sunnudaginn. Stjörnurnar geisluðu á rauða dreglinum en þau eru búin að vera saman í nokkra mánuði.
Parið hefði ekki getað valið betri tímasetningu með að opinbera samband sitt. Tveimur dögum fyrr birtist frétt um samband þeirra á vef Page Six. Þar var greint frá því að Porizkova myndi mæta með Sorkin. Sorkin var tilnefndur til verðlaunanna fyrir handritið að The Trial of the Chicago 7.
Sorkin verður sextugur í sumar en Porizkova varð 56 ára fyrr í apríl. Bæði eiga þau eitt hjónaband að baki. Sorkin var kvæntur barnsmóður sinni Juliu Bingham frá 1996 til 2005. Porzikova var hins vegar gift tónlistarmanninum Ric Ocasek. Hann lést árið 2019, tveimur árum eftir að þau skildu að borði og sæng.