Allra augu eru á Húsavík í kvöld en tónlistarmyndbandið við lagið Húsavík – My Home Town hefur heillað hug og hjarta fólks um allan heim. Margir hafa tjáð sig um lagið á Twitter og virðist heimurinn sérstaklega vera heillaður af stúlknakórnum sem sprengdi krúttskalann í íslenskum lopapeysum.