Var sofnaður þegar hann fékk Óskarinn

Anthony Hopkins var sofnaður þegar hann vann Óskarsverðlaun í nótt.
Anthony Hopkins var sofnaður þegar hann vann Óskarsverðlaun í nótt. AFP

Hinn 83 ára gamli Anthony Hopkins skráði sig í sögubækurnar þegar hann varð elsti leikari til þess að vinna Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Velski leikarinn var heima hjá sér í Wales þegar verðlaunin voru afhent og löngu sofnaður þegar nafn hans var lesið upp. 

„Tony var í Wales þar sem hann ólst upp og var sofandi klukkan fjögur um nóttina þegar ég vakti hann til þess að segja honum fréttirnar,“ sagði Jeremy Barber umboðsmaður hans í viðtali við People eftir sigurinn. „Hann var ánægður og þakklátur.“

Hopkins hlaut verðlaunin fyrir hlutverk sitt í The Father. Margir gerðu ráð fyrir að Chadwick heitinn Boseman fengi sín fyrstu og einu Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Ma Rainey's Black Bottom en svo varð ekki. 

Hopkins, sem er búinn að fara í bólusetningu, gat loksins snúið aftur heim til Wales eftir að hafa haldið sig út af fyrir sig í heilt ár. Umboðsmaður hans sagði að ferðin heim hefði verið mikill léttir eftir afar erfitt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach