Nýsjálenski leikstjórinn Taika Waititi og breska söngkonan Rita Ora eru sögð vera nýjasta stjörnuparið. Parið hefur að sögn Daily Mail verið að hittast í rúmlega mánuð í leyni.
Parið kynntist í Ástralíu þar sem þau voru bæði að vinna.
Sögusagnir um samband þeirra fóru fyrst á kreik þegar Ora birti mynd af þeim faðmast í síðustu viku.
Watiti og Ora hafa farið á nokkur stefnumót í Sydney og sést þér og þar um borgina.