Bubbi bólusettur á morgun

Bubbi Morthens verður bólusettur á morgun.
Bubbi Morthens verður bólusettur á morgun. mbl.is/RAX

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fær bóluefni á morgun. Bubbi greinir frá þessu á Twitter og segist ætla að þiggja bóluefni AstraZeneca sem margir hafa hræðst. Bubbi er fæddur árið 1956 og verður því 65 ára á þessu ári. 

Gefn­ir verða um 25 þúsund skammt­ar af bólu­efni vegna kór­ónu­veirunn­ar í þess­ari viku, ef áætlan­ir ganga eft­ir. Verður þetta þá stærsta vik­an í bólu­setn­ing­um til þessa.

„AstraZeneca er bóluefni sem margir hafa heyrt um og sumir hálfhræðast, þar á meðal ég, nú ætla ég að stíga inn í óttann og láta sprauta mig í fyrramáli[ með opinn faðminn,“ skrifar Bubbi. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer einnig í bólusetningu á morgun og mun hann líkt og Bubbi fá bóluefni AstraZeneca.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar