Leikarinn Leonardo DiCaprio og Jennifer Davisson unnu réttinn að endurgerð dönsku kvikmyndarinnar Druk sem vann til Óskarsverðlauna um helgina. Rétturinn var seldur á uppboði en Thomas Vinterberg, leikstjóri kvikmyndarinnar, valdi að selja DiCaprio réttinn því hann langaði til að sjá DiCaprio í aðalhlutverkinu.
Rétturinn að kvikmyndinni var mjög eftirsóttur jafnvel áður en kvikmyndin vann Óskarsverðlaunin. Myndin vann í flokki erlendra kvikmynda.
Appian Way mun framleiða kvikmyndina og Endeavor Content og Makeready munu fjármagna hana. Myndin segir frá miðaldra karlmanni í lífskrísu en Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið.