Konur Krúnunnar sniðgengnar

Gillian Anderson, Olivia Colman og Emma Corrin voru ekki tilnefndar …
Gillian Anderson, Olivia Colman og Emma Corrin voru ekki tilnefndar til sjónvarpsverðlauna BAFTA fyrir hlutverk sín í The Crown. Samsett mynd

Hvorki Gillian Anderson, Emma Corrin né Olivia Colman eru tilnefndar til sjónvarpsverðlauna BAFTA. Allar fóru með veigamikil hlutverk í þáttunum The Crown sem slógu í gegn á síðasta ári. Tilnefningarnar voru opinberaðar í gær en hátíðin fer fram 6. júní næstkomandi. 

The Crown var þó ekki algjörlega sniðgengin en leikararnir Josh O'Connor, sem fór með hlutverk Karls Bretaprins í þáttunum, og Tobias Menzies, sem fór með hlutverk Filippusar prins, hlutu tilnefningu. Helena Bonham Carter var einnig tilnefnd fyrir túlkun sína á Margréti prinsessu. 

Anderson fór með hlutverk Margaret Thatcher, Corrin með hlutverk Díönu prinsessu og Colman með hlutverk Elísabetar II Bretadrottningar. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum á meðal aðdáenda leikkvennanna í kjölfarið.

Þættirnir Smalle Axe hlutu flestar tilnefningar, alls 15, og The Crown hlaut í heild 10 tilnefningar. 

Allar tilnefningar til verðlaunanna má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup