Fyrrverandi hafnaboltakappinn Alex Rodriguez segist hafa skilið við pabbakroppinn í lok árs 2020. Rodriguez sýndi myndarlegt þyngdartap sitt á Instagram í dag.
„Er einhver hérna sem er harðákveðinn í því að halda sig við heilsumarkmiðin sín þetta árið? Ég er búinn að mæta á æfingar og lagði loksins frá mér snakkið,“ skrifaði Rodriguez.
Rodriguez er nýlega einhleypur en hann og tónlistarkonan Jennifer Lopez bundu enda á samband sitt fyrr í þessum mánuði. Þau höfðu verið saman síðan 2017.