Umfjöllun drukkinnar fréttakonu vekur athygli

Vorveður í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum.
Vorveður í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. AFP

Í dönsku kvikmyndinni Druk seg­ir af fjór­um miðaldra vin­um og mennta­skóla­kenn­ur­um sem ákveða að sann­reyna þá kenn­ingu að þeim muni farn­ast bet­ur í líf­inu séu þeir alltaf með ör­lítið magn áfeng­is í blóðinu.

Fréttakona dönsku ríkisstöðvarinnar TV 2, Amalie Rud Seerup, ákvað nýlega að sannreyna þessa kenningu og tók frá heilan vinnudag í því skyni. Umfjöllunin hefur vakið athygli í landinu en fróðlegt myndskeið frá tilrauninni má sjá hér að neðan.

Óvæntar afleiðingar

Tilraunina gerði Seerup af því tilefni að myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna á sunnudag. Svo fór að myndin hlaut þau og tók leikstjórinn Thom­as Vin­ter­berg við verðlaununum.

Í myndinni sjálfri hefur til­raun­in ýms­ar viðbún­ar en líka óvænt­ar af­leiðing­ar og upp­götva fé­lag­arn­ir nýj­ar hliðar á sjálf­um sér og til­ver­unni.

„Nei, það var ekk­ert áfengi á tökustað og við þurft­um að vinna í 12 klukku­stund­ir á dag. Leik­ar­arn­ir áttu líka að leika, þeir áttu að þykj­ast vera full­ir,“ sagði Vin­ter­berg í viðtali við Morgunblaðið í desember, spurður hvort áfengi hefði nýst leikurum við tökur á myndinni.

Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverk í myndinni.
Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverk í myndinni.

Dönsk drykkjumenning

Bætti hann við að fyr­ir tök­ur hefðu aðalleik­ar­arn­ir farið í „alkó­hól­-æfinga­búðir“, æft sig bæði í því í að leika og drekka. Í þeim búðum var áfengi vissu­lega haft um hönd, sagði leik­stjór­inn, en ít­rek­aði að leik­list væri alltaf í eðli sínu þykjustu­leik­ur. 

Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Vin­ter­berg hvað hon­um þætti um danska drykkju­menn­ingu en hún hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að vera held­ur frjáls­leg og Dan­ir mikið gefn­ir fyr­ir sop­ann. „Eins og þið Íslend­ing­ar þekkið fara jóla­hlaðborð gjarn­an úr bönd­un­um,“ svar­aði leikstjórinn sposk­ur og bæt­ti við að hann væri bara stolt­ur af drykkju­menn­ingu þjóðar sinn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar