Arlo Parks á Iceland Airwaves

Breska söngkonan, lagasmiðurinn og skáldið Arlo Parks kemur fram á …
Breska söngkonan, lagasmiðurinn og skáldið Arlo Parks kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember. AFP

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin 3. – 6. nóvember og hefur fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita nú verið kynntur til sögunnar en áður hefur verið tilkynnt um þátttöku Black Pumas, Metronomy, Daða Freys, Dry Cleaning, Squid, Crack Cloud, Porridge Radio, Júníusar Meyvant og fleiri listamanna. Sem fyrr fer miðasala á hátíðina fram á icelandairwaves.is.

Heildarlisti nýtilkynntra flytjenda er eftirfarandi: Arlo Parks (Bretland), Aron Can, Axel Flóvent, Bartees Strange (Bandaríkin), Countess Malaise, Denise Chaila (Írland), Eydís Evensen, Francis of Delirium (Lúxemborg), Holdgervlar, Inspector Spacetime, KAMARA (Noregur), Kælan Mikla, KeiyaA (Bandaríkin), Kristin Sesselja, Laufey, Magnús Jóhann, Ouse, Power Paladin, Sad Night Dynamite (Bretland), Smoothboi Ezra (Írland), Snny, Superserious, TootArd (Gólanhæðir), The Vintage Caravan, Tuys (Lúxemborg), Tyson (Bretland), Vök og Wu-Lu (Bretland).

TootArd er dúett tveggja bræðra frá Gólanhæðum.
TootArd er dúett tveggja bræðra frá Gólanhæðum.


Ein þeirra fyrstu


Í tilkynningu segir að í heildina verði hátt í 100 atriði frá öllum heimshornum á hátíðinni og að allt stefni í að Iceland Airwaves verði ein af fyrstu hátíðum heims til að fara fram í réttri mynd eftir hið langa hlé vegna farsóttrinnar.
Þekktasta nafnið á nýja listanum yfir flytjendur er líklega Arlo Parks sem hlaut þrjár tilnefningar til Brit-verðlaunanna í ár fyrir fyrstu breiðskífu sína, Collapsed in Sunbeams. Þá er einnig talið líklegt að aðdáendur „indie trip-hops“ muni fagna því að breska hljómsveitin Sad Night Dynamite mæti á hátíðina og einnig þykir KeiyA frá Chicago spennandi en hún flytur rafskotna sálartóna. Bartees Strange mun svo vera þekktur fyrir rafmagnaða blöndu af óperu, emói og „hardcore“ tónlist.
Af íslenskum flytjendum er sérstök athygli vakin á Laufeyju sem var valin bjartasta vonin í flokki djass- og blústónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir skömmu og Eydísi Evensen sem samdi nýerið við Sony.


„Okkar ástsæla íslenska tónlistarfólk spilar við hlið spennandi, upprennandi og þekktra hljómsveita frá öllum heimshornum og geta tónleikagestir hoppað á milli tónleikastaða og séð dagskrá eftir sínu höfði,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá myndband við lagið Hurt með Arlo Parks. 


Mikil heppni að fá Parks


Sindri Ástmarsson, dagskrárstjóri Iceland Airwaves, segir 89 atriði nú komin á dagskrána og hún því nærri því full. „Það er bara ein tilkynning eftir,“ segir hann og að sú komi seinna í sumar. „Við erum enn þá með umsóknarformin okkar opin og margar hljómsveitir sem koma í gegnum þau, bæði íslenskar og erlendar.“
Af þeim sveitum og tónlistarmönnum sem kynntar voru til leiks nú í vikunni segir Sindri að Arlo sé í sérflokki og mikil heppni að fá hana. „Hún er þannig artisti, orðin það stór í Bretlandi að undir venjulegum kringumstæðum værum við kannski ekki að ná henni en út af Covid eru kannski ekki jafnmörg tilboð í boði,“ segir Sindri. Arlo hafi lengi verið á lista yfir þá sem skipuleggjendur Airwaves vildu fá á hátíðina. „Hún átti alveg frábæra plötu í ár,“ segir Sindri um Arlo.
Sad Night Dynamite segir Sindri ekta Airwaves-hljómsveit að því leyti að hún hafi fengið mikla athygli undanfarið í Bretlandi og sé á uppleið. „Við trúum því að eftir kannski tvö þrjú ár, þegar fólk fer að tala um þessa hljómsveit, hafi það fólk mont-réttinn sem geti sagt að það hafi hafi séð hana á Airwaves.“
Sindri segist mjög spenntur líka fyrir ýmsum íslenskum listamönnum og hljómsveitum sem koma muni fram á hátíðinni, m.a. Superserious og Eydísi Evensen en Eydís komst á samning hjá Sony í framhaldi af því að hafa komið fram á Airwaves árið 2018.


Bræður frá Gólanhæðum


Blaðamanni leikur forvitni á að vita meira um tvíeykið TootArd sem kemur alla leið frá Gólanhæðum við landamæri Ísraels og Sýrlands og er skipað bræðrunum Hasan og Rami Nakhleh „Þetta er týpískt eitthvað sem við verðum allt of spennt yfir,“ segir Sindri sposkur og á þar við dagskrárteymi Iceland Airwaves. „Það var enginn sem sagði okkur að bóka þetta band, það var algjörlega við,“ segir Sindri og að teymið hafi verið mjög hrifið af TootArd. Frelsið mun vera dúóinu hugleikið enda eru þeir bræður frá svæði sem Ísrael náði yfirráðum yfir að tveimur þriðju hlutum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Tónlistin mun vera innblásin af níunda áratug síðustu aldar.


„Iceland Airwaves er ekki bara hátíðin þar sem þú sérð uppáhaldshljómsveitina þína heldur líka næstu uppáhaldshljómsveitina þína,“ segir Sindri og að fólk eigi að kaupa sér miða með það í huga að uppgötva nýja tónlist. „Við erum búin að læra það að þemakeyra kvöldin ekki of mikið heldur leyfa þeim að vera fjölbreytt og breytileg þannig að fólk viti ekki á hverju er von,“ segir Sindri að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar