Hinn spænski Juan Joya Borja er látinn 65 ára að aldri. Nafnið hringir eflaust ekki bjöllum hjá nokkrum en Borja var þekktur fyrir smitandi hlátur sinn um allan heim.
Borja varð frægur fyrir hlátur sinn um allan heim árið 2014 þegar 10 ára gamalt viðtal við hann fór um netið sem eldur í sinu.
Borja lést á spítala á miðvikudag en hann hafði verið lagður inn á síðasta ári vegna veikinda.
Hin fræga klippa af hlátri Borja var úr spjallþættinum Ratones Coloraos þar sem Borja sagði frá starfi sínu í eldhúsi. Sagan sem Borja sjálfur hló svo mikið að var af því þegar hann setti 20 paella diska í sjóinn yfir nótt til að þrífa þá. Þegar hann ætlaði að sækja þá úr sjónum morguninn eftir hafði þeim öllum nema einum skolað út á haf.
Hlátur Borja varð að vinsælum brandara á netinu og voru ýmisleg málefni klippt inn í þáttinn svo virtist sem Borja væri að hlæja að þeim.