Fimm handtekin fyrir hunda stuld

Fimm manns voru handtekin fyrir að stela hundum Lady Gaga.
Fimm manns voru handtekin fyrir að stela hundum Lady Gaga. AFP

Fimm voru handtekin í tengslum við stuldinn á tveimur hundum söngkonunnar Lady Gaga. Aðstoðarmaður söngkonunnar, Ryan Fischer, var skotinn illa þegar hann var á göngu með þrjá hunda hennar í lok febrúar og tveimur þeirra var stolið. 

Fjarlægja þurfti hluta úr lunga Fischer eftir árásina en hann var útskrifaður eftir rúmlega mánaðar innlögn. 

Á fimmtudag greindi lögreglan í Los Angeles frá því að þrír hafi verið handteknir grunaðir um að hafa framið glæpinn og tveir hafi verið handteknir í tengslum við stuldinn. 

Nöfn þeirra grunuðu eru James Jackson, Jaylin White og Lafayette Whaley og eru þeir ákærðir fyrir tilraun til manndráps og þjófnað. 

Lögreglan hefur einnig ákært Harold White, faðir Jaylin White, og Jennifer McBride, fyrir aðkomu að tilraun til manndráps. McBride skilaði hundunum til lögreglu tveimur dögum eftir atvikið en Lady Gaga hafði lofað 500 þúsund bandaríkjadölum í fundarlaun. 

Lögreglan sagði að karlmennirnir fjórir væru allir skráðir sem meðlimir gengis en gaf ekki nánari upplýsingar um gengið. 

Hún telur að mennirnir hafi ekki vitað að Fischer væri að vinna fyrir Lady Gaga og að um hunda hennar væri að ræða þegar þeir létu til skarar skríða. Tilgangurinn hafi hins vegar verið að ræna hreinræktuðum hundum til að selja þá dýru verði á svörtum markaði.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar