Jarm greiðir fyrir háskólanám

Myndin fræga.
Myndin fræga. Ljósmynd/Dave Roth

Ung kona, sem þekktust er fyrir mynd af sér fyrir framan brennandi hús, hefur selt umrædda mynd fyrir 473.000 dali (59 milljónir króna) til að fjármagna háskólanám sitt. 

Myndina tók faðir hennar árið 2005 þegar hún var fjögurra ára gömul, en á henni má sjá stúlkuna, Zoë Roth horfa lymskulega í myndavélina með brennandi hús í bakgrunni og af svipnum að dæma mætti allt eins ætla að hún hefði sjálf kveikt í byggingunni.

Það var alls ekki raunin heldur var um að ræða svokallaða skipulagða íkveikju í samráði við slökkviliðsmenn til þess að losna við timburhús sem annars hefði verið rifið.

Myndin fór á flug á netinu árið 2007 og hefur síðan lifað með netverjum í formi jarms (e. meme) sem setja má í ýmsan búning.

Söluvaran var upprunaleg útgáfa myndarinnar á svokölluðu NFT-formi, en það er skráarform sem nýtir dulkóðun sem byggir á bálkakeðjum en með þeim er hægt að sannreyna að um uppunalega útgáfu sé að ræða.

Þessi tegund skráa nýtur orðið töluverðra vinsælda, eins og allt sem inniheldur orðið „crypto“ á ensku, en er í raun hin mesta vitleysa og auk þess með hátt kolefnisspor.

Hér má sjá myndina nýtta í jarm, frá árdögum jarmmenningar. …
Hér má sjá myndina nýtta í jarm, frá árdögum jarmmenningar. Skapari þess gefur hér í skyn að söngvarinn Justin Bieber sé svo hræðilegur að stúlkan hafi neyðst til að kveikja í heimili aðdáenda hans.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar