Karl Gústaf Svíakonungur varð 75 ára í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins er lítið um veisluhöld en allt annað var uppi á teningnum þegar Karl Gústarf varð sjötugur. Þá fagnaði fólk kónginum úti á götu.
Í stað þess að bjóða erlendu kóngafólki í góða veislu fengu Stefan Lofven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og aðrir háttsettir embættismenn boð í veislu.
Í hlaðvarpsþætti í vikunni sagði Karl Gústaf að það tæki verulega á að vera konungur. Hann sagði að hann væri ekki sá eini í þessari stöðu. Hvaða leiðtogar sem eru hvort sem þeir stjórnuðu fyrirtækjum eða væru í stjórnmólum liði eins.
Karl Gústaf fæddist þann 30. apríl árið 1946. Faðir hans, Gústof Aldolf prins, lést í flugslysi í Danmörku þegar Karl Gústaf var aðeins níu mánaða. Karl Gústaf tók við sem konungur árið 1973 þegar afi hans lést og var þá yngsti þjóðhöfðingi í heimi. Kóngurinn var lengi þekktur fyrir að vera kvennabósi sem elskaði bíla og átti erfitt með að afmá þá mynd.