Natan er spenntur fyrir kvöldinu

Natan Dagur, keppandi í Voice í Noregi, stígur á svið í kvöld. Hann mun flytja lagið Vor í Vaglaskógi í beinni útsendingu á TV2. 

Mbl.is náði tali af Natani þar sem hann var á leið sinni í undirbúning og tökur fyrir þátt kvöldsins. Átta keppendur stíga á svið í kvöld en einungis fjórir munu komast áfram.

Íslengingar sem og aðrir geta greitt atkvæði í Voice í kvöld um leið og bein útsending byrjar á tv2.no. Hægt er að kjósa þrisvar úr hverri ip-tölu. 

Natan segir í samtali við mbl.is að hann sé mjög spenntur fyrir kvöldinu, þó að auðvitað fylgi þó að verkefni sem þessu fylgi auðvitað alltaf stress. 

Óhætt er að segja að Natan hafi notið verulegrar hylli en myndbönd með frammistöðum hans hafa hlotið mikið áhorf. 

Frammistaða Natans í svokölluðum blindum áheyrnaprufum hefur nú verið spiluð yfir 1,2 milljón sinnum á Youtube. Hana er einnig að finna á öðrum streymisveitum. 

Það var myndband af Natan að syngja lagið Stay, númer eitt á vinsældarlistum á Youtube í Noregi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka