Game of Thrones-leikkonan Esmé Bianco hefur höfðað mál gegn tónlistarmanninum Marilyn Manson og fyrrum umboðsmanni hans Tony Ciulla fyrir að hafa nauðgað henni og beitt hana kynferðisofbeldi. Rolling Stone greinir frá.
Einnig sakar Bianco þá Manson og Ciulla um að hafa brotið lög um mansal þegar þeir fluttu hana frá London til Los Angeles á þeim grundvelli að hún væri að fara leika í tónlistarmyndbandi, sem aldrei kom út, og kvikmynd, sem var aldrei gerð.
Bianco er frá Bretlandi og lék Ros í þáttunum Game of Thrones. Hún er ekki sú fyrsta sem hefur sakað Manson um kynferðisofbeldi en fyrr á þessu ári stigu nokkrar konur fram, þar á meðal leikkonan Evan Rachel Wood, og greindu frá ofbeldi sem hann hafði beitt þær.