Kennir Harry um hvernig fór

Harry og Meghan giftu sig árið 2018.
Harry og Meghan giftu sig árið 2018. AFP

Höfundur ævisögu Filippusar prins segir Harry hafa átt að búa Meghan betur undir hlutverk sitt í bresku konungfjölskyldunni. Hann kennir aðallega Harry um mexit-klúðrið en hertogahjónin Harry og Meghan greindu frá því í fyrra að þau ætluðu að draga sig í hlé frá fjölskyldunni. 

„Þetta er bæði Harry og Meghan að kenna, aðallega Harry vegna þess að hann útskýrði þetta ekki almennilega,“ sagði Robert Jonson, höfundur Prince Philip's Century, í viðtali við Page Six

„Hann er ekki sá skarpasti en kannski vildi hann ekki útskýra. Það er mikil vinna að vera í konungsfjölskyldunni. Fólk heldur ekki en það er það. Það er ekki töfrandi og kannski var hún ekki til í það eftir allt saman.“

Jobson segir þó að Meghan hefði átt að vita betur og vinna heimavinnuna sína fyrir brúðkaupið. Meghan gaf í skyn í umdeildu viðtali við Opruh Winfrey að hún hefði ekki fengið hjálp til þess að aðlagast umhverfinu. Hins vegar bendir Jobson á að reynd aðstoðarkona drottningar hafi verið ráðin til hjónanna. 

„Þegar hún sá að hún fengi lítið hús og Vilhjálmur og Katrín væru par númer eitt skildi hún það ekki og hugsaði „við getum gert betur en þetta“ og byrjaði að markaðssetja konungsfjölskylduna, sem er bara alls ekki í lagi,“ sagði Jobson.

„Án Breta er konungfjölskyldan ekki til,“ segir Jobson og segir hlutverk konungsfjölskyldunnar vera að þjónusta Breta og hjálpa þeim en ekki öfugt. „Ég kenni Harry um af því hann þekkti söguna en hann vildi kökuna sína og borða hana en þú getur ekki gert það.“

Meghan og Harry fluttu til Bandaríkjanna.
Meghan og Harry fluttu til Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar