Leikarinn Elliot Page segir að kynleiðréttingaraðgerð sem hann undirgekkst hafi bjargað lífi hans. Leikarinn, sem er helst þekktur fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Juno, sem hann fékk óskarsverðlaun fyrir, mætti í ítarlegt viðtal við Opruh Winfrey á dögunum.
Hann sagði Winfrey að það hafi verið „lykilatriði og mikilvægt“ fyrir hann að tilkynna fólki að hann væri karlmaður á sama tíma og transsamfélagið standi frammi fyrir „hræðilegu bakslagi“.
Um er að ræða fyrsta sjónvarpsviðtal sem Elliot hefur mætt í síðan hann tilkynnti að hann væri karlmaður í opnu bréfi á samfélagsmiðlum í desembermánuði.