Ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni

Josh Duggar var handtekinn í síðustu viku.
Josh Duggar var handtekinn í síðustu viku. Ljósmynd/Washington County Sheriff’s Office

Raunveruleikastjarnan fyrrverandi Josh Duggar var handtekinn í Arkansas í Bandaríkjunum fyrir vörslu á barnaníðsefni í síðustu viku. Duggar neitar sök í málinu. 

Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði verið handtekinn en ekki var ljóst af hverju. Þegar málið var lögfest á Zoom í vikunni komu kæruefni lögreglu í ljós; að hafa fengið barnaníðsefni sent og vörslu á því í kjölfarið. 

Duggar er hvað þekktastur fyrir að hafa verið í raunveruleikaþáttunum 19 Kids and Counting, en hann er einn 19 systkina. 

Í ákæru lögreglu kemur fram að Duggar sé grunaður um að hafa notað netið til að hala niður barnaníðsefni í maí 2019. Ef hann verður sakfelldur gæti hann átt 20 ára fangelsisvist yfir höfði sér.

Duggar er giftur Önnu Duggar en þau tilkynntu að þau ættu von á sínu sjöunda barni saman snemma í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar