Harry og Hollywood-stjörnur berjast fyrir bólusetningum

Harry Bretaprins sagði að veiran virti ekki landamæri.
Harry Bretaprins sagði að veiran virti ekki landamæri. AFP

Harry Bretaprins ásamt fjölda stjarna í Hollywood komu saman á tónleikum í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Tilefnið var að hvetja til þess að hraða bólusetningum í öllum heiminum. 

Tónleikarnir voru teknir upp og verða sýndir 8. maí næstkomandi í sjónvarpinu og á YouTube. Fullbólusettir áhorfendur voru á tónleikunum. 

Stórstjörnur og stjórnmálamenn munu koma fram í útsendingunni, þar á meðal Frans páfi, Joe Biden Bandaríkjaforseti og Ben Affleck. 

Harry Bretaprins mun einnig koma fram í útsendingunni. „Veiran virðir ekki landamæri, og aðgangur að bóluefni má ekki ráðast af landafræði,“ sagði Harry í innslagi sínu. Biden sagðist vinna nú að því að fá leiðtoga um allan heim til að gefa bóluefni til fátækari ríkja heimsins. 

Frans páfi talaði á sömu nótum þegar hann hvatti fólk til að gleyma ekki viðkvæmustu hópum heimsins.  

Tónleikarnir voru skipulagðir af alþjóðlegu samtökunum Clobal Citizen sem berst gegn útbreiðslu falsfrétta um bólusetningar og heimsfaraldurinn.

Foo Fighters komu fram.
Foo Fighters komu fram. AFP
Jennifer Lopez á tónleikunum.
Jennifer Lopez á tónleikunum. AFP
Selena Gomez.
Selena Gomez. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar