Í blóma lífsins og ein á eyju

„Ég er hérna í blóma lífsins og ein á eyju í marga mánuði, er það eitthvað sem ég á að vera að gera?“ var spurning sem Helga Hvanndal spurði sjálfa sig þegar hún starfaði sem landvörður í Dyrhólaey og var þar eini íbúinn. Helga segir Dóru Júlíu frá reynslunni í Dagmálsþætti dagsins.

Helga Hvanndal er 28 ára gömul Reykjavíkurmær sem hefur þó eytt dágóðum tíma á afskekktum stöðum. Hún er með BA-gráðu í heimspeki og stundar nú mastersnám í umhverfis- og auðlindafræði, en undanfarin fimm ár hefur Helga starfað sem landvörður. Þar á meðal í Dyrhólaey þar sem hún eyddi miklum tíma einsömul, sem eini íbúi eyjunnar. Einveruna segir hún hafa almennt gert sér gott, þar sem ómögulegt var að flýja sjálfa sig.

„Þegar maður er svona mikið einn, óumflýjanlega einn, þá ræður maður ekki við að það kemur mikið rými til að hugsa og horfast í augu við allskonar, sjálfa sig fyrst og fremst. Það gerðist allavega hjá mér og var ekki endilega eitthvað sem ég ákvað að vinna að eða meðvituð ákvörðun.“


Helga segist þó hafa verið meðvituð um að hún kæmi til með að eyða miklum tíma ein en hafi ekki verið búin að sjá fyrir sér hvernig það nákvæmlega yrði. Dyrhólaey stendur út við sjóinn en hægt er að keyra þangað. Eyjan er þó ekki í leið fyrir neinn nema þá sem gera sér ferð þangað.

Hér að ofan má sjá brot úr viðtalinu en Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir