Gates-hjónin gerðu ekki kaupmála

Bill og Melinda Gates árið 2014. Þau eru að skilja.
Bill og Melinda Gates árið 2014. Þau eru að skilja. AFP

Melinda Getes sótti formlega um skilnað frá Bill Gates, stofnanda Microsoft, á mánudaginn. Stór skilnaður er í vændum en Bill Gates er fjórði ríkasti maður í heimi samkvæmt Forbes. Gates biður ekki um framfærslueyri frá eiginmanni sínum í skilnaðargögnunum. 

Gates sótti um skilnað í Washington-ríki að því er fram kemur á vef People. Í gögnunum kemur fram að hjónin skrifuðu ekki undir kaupmála. Auðæfum þeirra verður skipt á milli þeirra í skilnaðinum. Frú Gates segist ekki þurfa á framfærslueyri að halda. 

Ekki er ljóst hvenær leiðir Gates-hjónanna skildi en í máli frú Gates kemur fram að vandi þeirra sé svo mikill að ekki sé hægt að laga hjónabandið. Málið verður tekið fyrir í september en fer fyrir dómara í apríl 2022. 

Melinda Gates verður ekki á flæðiskeri stödd við skilnaðinn. Stofnandi Amazon, Jeff Bezos, og fyrrverandi eiginkona hans, MacKenzie Scott, skildu árið 2019. Við það varð Scott þriðja ríkasta kona heims. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach