Melinda Getes sótti formlega um skilnað frá Bill Gates, stofnanda Microsoft, á mánudaginn. Stór skilnaður er í vændum en Bill Gates er fjórði ríkasti maður í heimi samkvæmt Forbes. Gates biður ekki um framfærslueyri frá eiginmanni sínum í skilnaðargögnunum.
Gates sótti um skilnað í Washington-ríki að því er fram kemur á vef People. Í gögnunum kemur fram að hjónin skrifuðu ekki undir kaupmála. Auðæfum þeirra verður skipt á milli þeirra í skilnaðinum. Frú Gates segist ekki þurfa á framfærslueyri að halda.
Ekki er ljóst hvenær leiðir Gates-hjónanna skildi en í máli frú Gates kemur fram að vandi þeirra sé svo mikill að ekki sé hægt að laga hjónabandið. Málið verður tekið fyrir í september en fer fyrir dómara í apríl 2022.
Melinda Gates verður ekki á flæðiskeri stödd við skilnaðinn. Stofnandi Amazon, Jeff Bezos, og fyrrverandi eiginkona hans, MacKenzie Scott, skildu árið 2019. Við það varð Scott þriðja ríkasta kona heims.