Hugðust frumsýna 1. apríl en allt fór úrskeiðis

Bakkabræður verða frumsýnir 22. maí.
Bakkabræður verða frumsýnir 22. maí. Ljósmynd/Aðsend

Kómedíuleikhúsið vinnur hörðum höndum þessa dagana að æfingum á uppsetningu brúðuleikritsins Bakkabræður sem fjallar um ævintýri hinna þjóðþekktu bræður Gísla, Eirík og Helga. Í sýningunni eru kostuleg ævintýri Bakkabræðra sett í spaugilegan búning með töfrum brúðuleikhússins.

Kómedíuleikhúsið kemur nú tvíelft tiltaka eftir síðasta samkomubann og ætlar sér að frumsýna Bakkabræður með pomp og prakt þann 22. maí í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal, Dýrafirði en þetta verður önnur tilraun leikhússins til að frumsýna verkið. Leikhúsið ætlaði að frumsýna þann 1. apríl síðastliðinn en ýmislegt fór úrskeiðis og því verður frumsýningin ekki fyrr en nú í maí.

Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, samdi og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar