Hver verður stigakynnir Íslands í Eurovision?

Leikarinn Hannes Óli ósáttur við lagaval hljómsveitar í mynd Will …
Leikarinn Hannes Óli ósáttur við lagaval hljómsveitar í mynd Will Ferrell

Þegar rúmar tvær vikur eru í Eurovision í Rotterdam er tilvalið að skoða hverjir koma til greina sem stigakynnar Íslands laugardaginn 22. maí.

Hannes Óli Ágústsson, leikari

Túlkun hans á pirraða óskalagafrændanum í kvikmynd Wills Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, er flestum kunn. Til þess að klára þennan brandara í eitt skipti fyrir öll væri tilvalið að fá Hannes Óla sem stigakynni. „Play Jaja Ding Dong“ í beinni útsendingu í Eurovision og þá er brandarinn loksins búinn.

Hannes Óli Ágústsson
Hannes Óli Ágústsson Ljósmynd/Aðsend

Birta Björnsdóttir, fréttakona á RÚV

Síðustu misseri hefur hún slegið í gegn sem fréttaþula í sjónvarpsfréttum RÚV. Hún er annar umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Heimskviðu og er sjálf mikill Eurovision-aðdáandi. Birta vonaðist til þess að fá að leika Eyþór Inga í Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells, en því miður fékk hún ekki hlutverkið.

Birta Björnsdóttir
Birta Björnsdóttir Ljósmynd/Aðsend

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna

Það fylgir því töluverð ábyrgð að vera stigakynnir. Þú þarft að koma upplýsingum um stigagjöf heillar þjóðar áleiðis til Rotterdam í Hollandi á skilvirkan og öruggan hátt. Við getum treyst Víði fyrir þessu verkefni. Víðir er úr Vestmannaeyjum og þar af leiðandi Sunnlendingur, líkt og Daði og Gagnamagnið.

Víðir Reynisson almannavörnum
Víðir Reynisson almannavörnum mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar