Þegar rúmar tvær vikur eru í Eurovision í Rotterdam er tilvalið að skoða hverjir koma til greina sem stigakynnar Íslands laugardaginn 22. maí.
Túlkun hans á pirraða óskalagafrændanum í kvikmynd Wills Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, er flestum kunn. Til þess að klára þennan brandara í eitt skipti fyrir öll væri tilvalið að fá Hannes Óla sem stigakynni. „Play Jaja Ding Dong“ í beinni útsendingu í Eurovision og þá er brandarinn loksins búinn.
Síðustu misseri hefur hún slegið í gegn sem fréttaþula í sjónvarpsfréttum RÚV. Hún er annar umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Heimskviðu og er sjálf mikill Eurovision-aðdáandi. Birta vonaðist til þess að fá að leika Eyþór Inga í Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells, en því miður fékk hún ekki hlutverkið.
Það fylgir því töluverð ábyrgð að vera stigakynnir. Þú þarft að koma upplýsingum um stigagjöf heillar þjóðar áleiðis til Rotterdam í Hollandi á skilvirkan og öruggan hátt. Við getum treyst Víði fyrir þessu verkefni. Víðir er úr Vestmannaeyjum og þar af leiðandi Sunnlendingur, líkt og Daði og Gagnamagnið.