Hollywoodleikarinn George Clooney fagnar sextíu ára afmæli sínu í dag, 6. maí. Clooney virðist eldast eins og gott rauðvín og er enn jafn kynþokkafullur og hann var árin 2006 og 1997 þegar hann var kosinn sá kynþokkafyllsti í heimi.
Clooney hefur ekkert gefið út um hvernig hann ætlar að eyða afmælisdeginum en dagurinn mun eflaust litast af heimsfaraldrinum.
Í viðtali við Entertainment Tonight í síðustu viku sagðist Clooney ekki vera spenntur fyrir afmælisdeginum. „Ég er ekkert klikkað spenntur yfir því að verða sextugur, en það er betra en að vera dauður. Svo ég tek því. Ég hef tvo valmöguleika. Því eldri sem maður verður því minni verða væntingarnar.“