Ólafur Jóhannesson verður stigakynnir Íslands þegar söngvakeppnin Eurovision verður haldin laugardaginn 22.maí í Rotterdam. Greint var frá því í þættinum Vikunni á Ríkisútvarpinu í kvöld.
Það er Hannes Óli Ágústsson, leikari og fagstjóri leikarabrautar við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands, sem fer með hlutverk Ólafs Jóhannessonar sem er byggt á persónu úr kvikmynd Wills Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Í myndinni er Ólafur Jóhannesson ósáttur við lagaval húsbandsins á krá á Húsavík, en hann vill aðeins heyra eitt lag, Ja Ja Ding Dong. Myndin er gefin út af Netflix.
Hér að neðan má sjá viðtal við Hannes Óla þar sem hann er spurður út í hlutverk sitt í myndinni.