Karaoke-app með lögum Daða og Gagnamagnsins

Út er komið glænýtt app með öllum lögum Daða og …
Út er komið glænýtt app með öllum lögum Daða og gagnamagnsins en í appinu fær notandinn að láta ljós sitt skína í Karaoke. Eggert Jóhannesson

Út er komið glænýtt app með öllum lögum Daða og Gagnamagnsins en í appinu fær notandinn að láta ljós sitt skína í karaoke.

Smáforritið notast við tóngreini sem lætur notandann vita hvort hann nær réttri tónhæð eða ekki og fær hann stig fyrir frammistöðuna. Þannig er hægt að láta æfinguna skapa meistarann og ekki úr vegi að keppa við söngelska vini í karaoke. Leikurinn er tilvalinn í Eurovision-partíið og til að hita upp fyrir stóra daginn nú þegar Eurovision-mánuðurinn sjálfur er genginn í garð.

Í appinu er einnig boðið upp á fleiri leiki, til dæmis plötusnúðaleik þar sem notandinn getur leikið sér með hljóðbanka Eurovision-faranna og skapað sitt eigið lag, byggt á grunni Daða og Gagnamagnsins.

Fyrirtækið Mussila gefur leikinn út og er smáforritið frítt og fáanlegt á App Store og Google Play um heim allan. Daði Karaoke er annað smáforritið sem Mussila hefur gefið út í samvinnu við Daða Frey. Það fyrra kom út fyrir þremur árum og nefnist Neon Planets.

„Við í Mussila hlökkum mikið til að fylgjast með Daða og Gagnamagninu á hinu stóra sviði í Rotterdam. Við styðjum þau stolt alla leið. Um er að ræða stærsta sjónvarpsviðburð í heimi, Eurovision, og það er æðislegt að fá að taka þátt í að styðja við Eurovision-farana okkar,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Mussila.

Á morgun heldur Eurovision-hópurinn út til Rotterdam. Á síðustu dögum hefur lagið 10 Years farið upp um þrjú sæti í veðbönkum og er á mikilli siglingu. Laginu er sem stendur spáð 5. sæti.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir