Karaoke-app með lögum Daða og Gagnamagnsins

Út er komið glænýtt app með öllum lögum Daða og …
Út er komið glænýtt app með öllum lögum Daða og gagnamagnsins en í appinu fær notandinn að láta ljós sitt skína í Karaoke. Eggert Jóhannesson

Út er komið glæ­nýtt app með öll­um lög­um Daða og Gagna­magns­ins en í app­inu fær not­and­inn að láta ljós sitt skína í kara­oke.

Smá­for­ritið not­ast við tón­greini sem læt­ur not­and­ann vita hvort hann nær réttri tón­hæð eða ekki og fær hann stig fyr­ir frammistöðuna. Þannig er hægt að láta æf­ing­una skapa meist­ar­ann og ekki úr vegi að keppa við söng­elska vini í kara­oke. Leik­ur­inn er til­val­inn í Eurovisi­on-par­tíið og til að hita upp fyr­ir stóra dag­inn nú þegar Eurovisi­on-mánuður­inn sjálf­ur er geng­inn í garð.

Í app­inu er einnig boðið upp á fleiri leiki, til dæm­is plötu­snúðal­eik þar sem not­and­inn get­ur leikið sér með hljóðbanka Eurovisi­on-far­anna og skapað sitt eigið lag, byggt á grunni Daða og Gagna­magns­ins.

Fyr­ir­tækið Mussila gef­ur leik­inn út og er smá­for­ritið frítt og fá­an­legt á App Store og Google Play um heim all­an. Daði Kara­oke er annað smá­for­ritið sem Mussila hef­ur gefið út í sam­vinnu við Daða Frey. Það fyrra kom út fyr­ir þrem­ur árum og nefn­ist Neon Pla­nets.

„Við í Mussila hlökk­um mikið til að fylgj­ast með Daða og Gagna­magn­inu á hinu stóra sviði í Rotter­dam. Við styðjum þau stolt alla leið. Um er að ræða stærsta sjón­varps­viðburð í heimi, Eurovisi­on, og það er æðis­legt að fá að taka þátt í að styðja við Eurovisi­on-far­ana okk­ar,“ seg­ir Jón Gunn­ar Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri Mussila.

Á morg­un held­ur Eurovisi­on-hóp­ur­inn út til Rotter­dam. Á síðustu dög­um hef­ur lagið 10 Ye­ars farið upp um þrjú sæti í veðbönk­um og er á mik­illi sigl­ingu. Lag­inu er sem stend­ur spáð 5. sæti.

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son