Mikil leynd ríkir yfir nýju Eurovision-göllunum

Lovísa Tómasdóttir er búningahönnuður Gagnamagnsins.
Lovísa Tómasdóttir er búningahönnuður Gagnamagnsins. mbl.is/Árni Sæberg

Lovísa Tómasdóttir búningahönnuður Gagnamagnsins flýgur til Hollands í fyrramálið með íslenska Eurovisionhópnum. Hún var í óðaönn að leggja lokahönd á búningana þegar blaðamaður náði tali af henni í hádeginu. 

„Við förum í nótt svo ég er á fullu að sauma lausar tölur á gömlu búningunum og gufa og græja. Svo pakka ég auðvitað nýju göllunum sem hafa ekki verið frumsýndir ennþá. Þeir munu eflaust sjást fyrst þegar þau fara á svið í undanúrslitunum 20. maí,“ segir Lovísa þegar hún var spurð út í hvernig gengi að pakka niður. 

Hún segir alla í hópnum mjög spennta en hópurinn fer út á völl í nótt í sjálfum Gagnamagnsvagninum. „Ég held að það sé ekki hægt að biðja um betri hóp til að fara í þetta ævintýri með. Þetta verður allt flóknara úti út af Covid en þau er með virkilega gott skipulag á þessu þar svo við getum verið róleg.“

Lovísa Tómasdóttir er konan á bak við búninga Gagnamagnsins. Hér …
Lovísa Tómasdóttir er konan á bak við búninga Gagnamagnsins. Hér má sjá búningana sem Daði og Gagnamagnið klæddust í söngvakeppninni 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar