Tónlistarmaðurinn og leikarinn Donald Glover, sem gengur undir listamannsnafninu Childish Gambino, hefur verið lögsóttur vegna lagsins This Is America sem hann gaf út árið 2018. Gambino vann Grammy-verðlaun fyrir lagið.
Rapparinn Emelike Nwosuocha, sem gengur undi listamannsnafninu Kidd Wes, segir lagið vera eftirhermu af laginu Made In America sem hann gaf út árið 2016.
Í gögnum málsins kemur fram að þema textans, innihald hans og uppbyging sé mjög lík.
Childish Gambino hefur ekki svarað ásökununum.
Lagið This is America var fyrsta rapplagið til að vinna í flokki laga ársins á Grammy-verðlaunum. Lagið vakti mikla athygli á sínum tíma en það þykir mjög pólitískt. Þar sendir Gambino ákveðin skilaboð um kynþáttafordóma, ofbeldi gegn svörtu fólki í Bandaríkjunum og ofbeldi sem lögreglan beitir fólk í Bandaríkjunum.