Tileinkaði móður sinni heitinni dansinn

Rúrik Gíslason dansar við Renötu Lusin í þáttunum Let's Dance …
Rúrik Gíslason dansar við Renötu Lusin í þáttunum Let's Dance í Þýskalandi.

Rúrik Gísla­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður í knattspyrnu, og dans­fé­lagi hans Renata Lus­in komust áfram í þátt­un­um Let's Dance í Þýskalandi í kvöld, en dansparið hefur verið á fljúgandi siglingu síðan þættirnir hófust.

RTL greinir frá.

Í þetta skipti hlaut parið 27 stig fyrir frammistöðu sína, og endaði þar með í þriðja sæti af sex í kvöld, en þau dönsuðu við lagið „Circle Of Life“ eftir Carmen Twillie.

Í danseinvíginu svokallaða dansaði Rúrik svo flamenco gegn Simon Zachenhuber við lagið „Don't Let Me Be Misunderstood“. Fyrir það hlaut hann 26 stig.

Sviðsljósið var óvenjusterkt á Rúrik þetta kvöldið, og er þá mikið sagt. Ástæðan fyrir því er viðtal sem RTL tók við kappann og birt var áður en þáttur kvöldsins hófst. Í viðtalinu sagðist Rúrik tileinka móður sinni heitinni dans kvöldsins, en hún lést í apríl 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar