Lögð af stað til Rotterdam

Daði og Gagnamagnið lögðu af stað í morgun en leiðin …
Daði og Gagnamagnið lögðu af stað í morgun en leiðin liggur til Rotterdam þar sem hópurinn mun stíga á svið 20. maí. Ljósmynd/RÚV/Gísli Berg

Íslenski Eurovision-hópurinn lagði í morgun af stað til Rotterdam í Hollandi, þar sem Daði og Gagnamagnið stíga á svið fimmtudaginn 20. maí.

Á síðustu dög­um hef­ur lagið 10 Ye­ars farið upp um þrjú sæti í veðbönk­um og er á mik­illi sigl­ingu. Lag­inu er sem stend­ur spáð 5. sæti.

Í gær var greint frá því að gefið hefur verið út smáforrit með öll­um lög­um Daða og Gagna­magns­ins og þar fær not­and­inn að láta ljós sitt skína í kara­oke.

Fyr­ir­tækið Mussila gef­ur leik­inn út og er smá­for­ritið frítt og fá­an­legt á App Store og Google Play um heim all­an. Daði Kara­oke er annað smá­for­ritið sem Mussila hef­ur gefið út í sam­vinnu við Daða Frey. Það fyrra kom út fyr­ir þrem­ur árum og nefn­ist Neon Pla­nets.

Fyrri undankeppnin fer fram 18. maí en sú síðari 20. maí. Úrslitakeppnin sjálf er síðan 22. maí. Alls taka 39 lönd þátt í keppninni sem er nú haldin í 65. skipti. 

Hér er hægt að kynna sér allt það nýjasta varðandi Eurovision-keppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir