Ísland var áberandi í bandaríska þættinum Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem Elon Musk var í hlutverki gestgjafa. Hann lýsti því yfir í þættinum að hann væri sá fyrsti sem stýrði þættinum sem væri með Asperger-heilkenni. „Eða að minnsta kosti sá fyrsti sem viðurkennir það,“ sagði Musk.
Musk, sem er stofnandi og aðaleigandi Tesla, ræddi meðal annars um ástæðu hegðunar sinnar undanfarin ár en hún hefur oft vakið mikla athygli og umræðu. Hann segir skýringuna að finna í því hvernig heili hans virkar.
Auðjöfurinn nýtti tækifærið sem honum gafst í þættinum til að gera grín að sjálfum sér, ekki síst færslum á Twitter. Musk talaði einnig um nafnið á syninum, X Æ A-12, og þegar hann reykti kannabis í hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Jafnframt flutti hann ræðu til stuðnings rafmyntarinnar dogecoin sem nú er metin á um 72 milljarða bandaríkjadala.
Ísland var áberandi í þeim hluta þáttarins sem nefnis Ooli Show en þar var meðal annars byggt á atriðum úr Eurovision-mynd Wills Ferrells og eins söng staðgengill Bjarkar í þættinum.