Hatursorðræða og níð í garð Tusse

Tousin „Tusse“ Chiza sést hér á fyrstu æfingunni í Rotterdam.
Tousin „Tusse“ Chiza sést hér á fyrstu æfingunni í Rotterdam. Ljósmynd/Eurovision

Eftir að myndir frá fyrstu æfingu sænska söngvarans Tusse í Rotterdam birtust á instagram-síðu Eurovision-keppninnar fóru ummæli að berast inn á síðuna. Þar á meðal hatursorðræða og kynþáttaníð.

Lotta Furebäck, sem fer fyrir sænsku sendinefndinni, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að þetta sé algjörlega óþolandi.  

Sænski Eurovision-hópurinn á sviðinu í Rotterdam.
Sænski Eurovision-hópurinn á sviðinu í Rotterdam. Ljósmynd/Eurovision

Tousin „Tusse“ Chiza er nýlega farinn að æfa á sviði í Rotterdam fyrir keppnina stóru sem fer fram í hollensku borginni síðar í mánuðinum. Á laugardag voru birtar myndir frá keppendum á sviðinu á opinberri instagram-síðu keppninnar. Í kjölfarið byrjuðu að detta inn ummæli, bæði jákvæð og neikvæð. 

Tusse segir í samtali við Aftonbladet að hann hafi haft svo mikið að gera að hann hafi ekki náð að lesa þetta allt. Nú er búið að fjarlægja ummælin þannig að hann hafi ekki einu sinni séð þau. Það eina sem hann geti sagt er að beina því til þeirra sem þau rituðu að þeir geti ekki stöðvað þau og söng línur úr framlagi Svía í Eurovison: „Can't stop us now, forget the haters, get up and live and make it matter, there's more to life so go ahead and sing it out.“

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar