Á stefnumóti með fyrrverandi

Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner árið 2019.
Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner árið 2019. AFP

Raun­veru­leikaþátta­stjarn­an Kylie Jenner og tón­list­armaður­inn Tra­vis Scott hættu sam­an haustið 2019, rúmlega ári eftir að þau eignuðust sitt fyrsta barn saman. Að undanförnu hafa stjörnurnar ýtt undir þann orðróm að þær séu byrjaðar aftur saman. 

Jenner og Scott fóru út að borða saman í Los Angeles á sunnudaginn að því er fram kemur á Daily Mail. Þau voru reyndar ekki tvö á ferð þar sem þau voru á hópstefnumóti. Með þeim voru hjónin Justin og Hailey Bieber auk Kendall Jenner, systur Kylie, ásamt kærasta hennar, körfuboltakappanum Devin Booker. 

Ekki er nema vika síðan Kylie Jenner flaug frá Kaliforníu til Miami til þess að fagna afmæli barnsföður síns. Heimildarmaður People sagði Jenner og Scott hafa látið vel hvort að öðru. Annar heimildarmaður taldi þó ekki að parið væri byrjað saman aftur af neinni alvöru.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar