Hollywood snýst gegn Golden Globe

Tom Cruise er meðal þeirra sem gagnrýna samtökin sem standa …
Tom Cruise er meðal þeirra sem gagnrýna samtökin sem standa að Golden Globe-verðlaunahátíðinni. AFP

Samtökin Hollywood Foreign Press Association (HFPA), sem standa að Golden Globe verðlaununum, hafa staðið í ströngu að undanförnu eftir að dagblaðið Los Angeles Times greindi frá ásökunum um spillingu og ósæmilegri hegðun innan samtakanna sem og því að ekkert svart fólk væri í dómnefnd þess, sem skipuð er alþjóðlegum blaðamönnum.

Leikarinn Tom Cruise er meðal þeirra sem hefur skilað Golden Globe-verðlaunum sínum í mótmælaskyni.

Cruise, stafnlíkneski Mission Impossible-myndanna, hefur þrívegis hlotið Golden Globe-verðlaun fyrir besta leikara í aðalhlutverki, fyrir myndirnar Born on the Fourth of July, Jerry Maguire og Magnolia.

Fleiri leikarar hafa gagnrýnt samtökin, þeirra á meðal Scarlett Johansson. Í yfirlýsingu sem hún birti á laugardag hvetur hún kvikmyndageirann til að „fjarlægja sig“ samtökunum HFPA. Segir hún að í starfi sínu hafi hún oft þurft að taka þátt í blaðamannafundum og verðlaunaafhendingum, þar sem hún hafi þurft að þola fordómafulla orðræðu og spurningar frá tilteknum félagsmönnum HFPA sem jaðri við kynferðislega áreitni.

Tekin af dagskrá

Sjónvarpsstöðin NBC hefur tilkynnt að hún ekki sýna frá verðlaunahátíðinni á næsta ári, en hún er jafnan haldin á vorin. Til greina komi þó að sýna frá hátíðinni árið eftir, ef samtökin taka sig á.

Og það lofa samtökin að gera. Samtökin HFPA hafa kynnt áætlun um hvernig eigi að umbylta samtökunum. Meðal þess sem felst í því er að fjölga meðlimum um 20 á ári næstu tvö árin með sérstaka áherslu á nýliðun svartra blaðamanna. Aðeins eru 90 blaðamenn í samtökunum nú.

Þá verða margar af þeim ströngu kröfum sem gerðar eru til meðlima afnumdar, en hingað til hefur til dæmis verið gerð krafa um að þeir búi í suðurhluta Kaliforníu. Þetta kalla samtökin nú „hindranir“ sem bitni einkum á þeim hópum sem hallar á.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup