J.Lo og Ben saman á ný?

Jennifer Lopez sló fyrst í gegn árið 1999 með laginu …
Jennifer Lopez sló fyrst í gegn árið 1999 með laginu If You Had My Love AFP

Stórstjörnurnar og eitt skærasta hollywoodpar allra tíma, Jennifer Lopez og Ben Affleck, eyddu helginni óvænt saman í fjallakofa á lúxusskíðasvæði í Montanaríki í Bandaríkjunum, samkvæmt erlendum fréttamiðlum. Sjá frétt Daily Mail.

Ben Affleck
Ben Affleck AFP

J.Lo, sem varð fimmtug í fyrra, og Ben sáust fyrst stinga saman nefjum fyrir meira en viku í LA. Var þá talið að þau væru ekkert meira en vinir, en eftir þessa helgi eru slúðurblöðin á þeirri skoðun að hugsanlega lifi lengi í gömlum glæðum.

Bennifer 2.0 

Fjallakofinn, þar sem tilvonandi parið eyddi helginni, er í eigu Bens Afflecks. Ben, sem á þrjú börn með leikkonunni og Daða-aðdáandanum Jennifer Gardner, deildi mynd af fyrrverandi eiginkonu sinni á samfélagsmiðlum á sunnudaginn í tilefni af mæðradeginum.

Ben Affleck og Jennifer Gardner voru tíðir gestir í fjallakofanum með börnunum sínum þremur þegar þau voru gift. 

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez árið 2020.
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez árið 2020. AFP

Fimmtánda apríl gaf J.Lo út fréttatilkynningu þess efnis að hún og hafnaboltagoðsögnin Alex Rodriguez hefðu slitið samvistir. Þau höfðu þá verið par í fjögur ár. Nú, nokkrum vikum síðar, virðist hún vera búin að taka aftur við gömlu ástinni. Seint fyrnast fornar ástir.

Erum við tilbúin fyrir Bennifer 2.0?

Ben Affleck og Jennifer Lopez.
Ben Affleck og Jennifer Lopez. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup