Rakel Tómasdóttir myndlistarkona hefur hlotið verulega athygli fyrir verk sín og einstakan stíl þrátt fyrir ungan aldur. Rakel segist þakklát fyrir athyglina þó að hún geti stundum verið erfið. Fyrir tveimur árum leigði hún heilt verslunarrými á Laugaveginum fyrir sýningu. Hún segist aldrei hafa upplifað jafn mikið blekkingarheilkenni (e. imposter syndrome) og þá.
Rakel er gestur í nýjasta þætti Dagmála, frétta og menningarlífsþáttum Morgunblaðsins.
„Ég man að ég hengdi upp einhverjar myndir í gluggana og setti merkingar utan á rýmið. Ég hef aldrei upplifað jafn mikið imposter-syndrome; „Rakel Tómas, á miðjum Laugaveginum“,“ segir Rakel og hlær.
Hún hefur verið iðin við að koma list sinni á framfæri í gegnum samfélagsmiðla og segir í því samhengi að henni þyki mikilvægt að aðskilja sína persónu frá listinni þó það geti verið erfitt.
„Þetta er náttúrulega mjög persónuleg vinna. Það fer alltaf smá hluti af manni sjálfum í myndirnar,“ segir Rakel.
Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum hér.