Vill að fólk staldri við og horfi tvisvar

Rakel Tómasdóttir myndlistarkona vill að fólk staldri við verkin hennar og þurfi aðeins að velta þeim fyrir sér. Hún vinnur mikið með líkama og andlit í sínum verkum og segir að henni hafi alltaf þótt líkamstjáning mjög áhugaverð, kannski sérstaklega vegna þess að hún hafi í gegnum tíðina sjálf ekki átt auðvelt með að tjá tilfinningar sínar.

Rakel er gestur í nýjasta þætti Dagmála, frétta- og menningarlífsþáttum Morgunblaðsins.

„Ég hef í gegnum tíðina ekki átt neitt sérstaklega auðvelt með að tjá mig eða tilfinningar mínar, þó svo að maður læri ýmislegt með árunum. Mér finnst rosalega áhugavert hvernig fólk getur einhvern veginn notað líkamann til þess að segja alls konar hluti, bæði með svipbrigðum og hreyfingum,“ segir Rakel.

Smá skrýtið en fallegt

Hún hefur mjög gaman af því þegar fólk nær að tengja persónulega við myndirnar hennar.

„Mér finnst alveg frekar mikilvægt í því sem ég geri að fólk staldri aðeins við. Þú kannski sérð verkið og veist ekki alveg nákvæmlega hvað þú ert að horfa á strax og þarft því aðeins að stoppa, horfa tvisvar. Mér finnst mikilvægt að hlutirnir séu smá skrýtnir en einhvern veginn fallegir á sama tíma,“ segir Rakel.

Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum hér.

View this post on Instagram

A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir