Borist hefur til eyrna að Jennifer Lopez og Ben Affleck hafi mögulega átt í leynilegum ástarskrifum síðan í febrúar, en þá á Ben að hafa sent fjölmargar ástarjátningar í tölvupósti til J.Lo.
Síðan þá virðast þau hafa verið í reglulegum tölvupóstssamskiptum og heimildir TMZ herma að þessi samskipti þeirra hafi verið af öðrum toga en aðeins vinalegum. Affleck sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá hana aftur í líf sitt.
Sem dæmi: Eftir að Affleck sá ljósmyndir af J.Lo við tökur á kvikmyndinni Shotgun Wedding í Dóminíska lýðveldinu í Karíbahafi í febrúar sendi hann tölvupóst til hennar og sagði að hún væri glæsileg og heitasta ósk sín væri að vera með henni. Heimildir herma að hún hafi kolfallið fyrir ástarjátningum Afflecks: „Þú átt hjarta mitt,“ skrifaði hann. Á þeim tíma var hún trúlofuð Alexi Rodriguez.
Af þessu má dæma að þarna er forsaga og þessi skyndilegi hittingur í Montana um síðustu helgi sé meira en aðeins vinátta. Við erum mögulega að tala um nýtt Bennifer-æði. Bennifer 2.0.