Fylgdi móður sinni að þingsetningu

Elísabet II Bretlandsdrottning ásamt syni sínum Karli Bretaprins.
Elísabet II Bretlandsdrottning ásamt syni sínum Karli Bretaprins. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning var með son sinn, Karl Bretaprins, sér við hlið þegar hún setti breska þingið í dag. Þetta var hennar fyrsti opinberi viðburður eftir andlát Filippusar hertoga af Edinborg. 

Drottningin klæddist fjólubláum kjól og hatt í stað viðhafnar klæðanna og kórónunnar. Kórónan var á borði við hlið hennar. Eiginkona Karls, Kamilla hertogaynja, var einnig með í för. 

Karl og Kamilla hafa áður fylgt drottningunni að þingsetningu en athöfnin í dag þykir hafa mun meiri merkingu en áður þar sem það þykir sýna hversu mikil eldri meðlimir konungfjölskyldunnar fylgja henni á mikilvægum viðburðum eftir fráfall hertogans. 

Krúnan var borin inn og höfð á borði. Drottningin hefur …
Krúnan var borin inn og höfð á borði. Drottningin hefur ekki borið hana á höfðinu síðan 2016. AFP
Elísabet drottning við þingsetningu í Bretlandi í dag.
Elísabet drottning við þingsetningu í Bretlandi í dag. AFP
Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja af Cornwall.
Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja af Cornwall. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar