Elísabet II Bretlandsdrottning var með son sinn, Karl Bretaprins, sér við hlið þegar hún setti breska þingið í dag. Þetta var hennar fyrsti opinberi viðburður eftir andlát Filippusar hertoga af Edinborg.
Drottningin klæddist fjólubláum kjól og hatt í stað viðhafnar klæðanna og kórónunnar. Kórónan var á borði við hlið hennar. Eiginkona Karls, Kamilla hertogaynja, var einnig með í för.
Karl og Kamilla hafa áður fylgt drottningunni að þingsetningu en athöfnin í dag þykir hafa mun meiri merkingu en áður þar sem það þykir sýna hversu mikil eldri meðlimir konungfjölskyldunnar fylgja henni á mikilvægum viðburðum eftir fráfall hertogans.