Fyrrverandi unnusti J.Lo í áfalli

Má þá búast við endurgerð af Gigli?
Má þá búast við endurgerð af Gigli? REUTERS

Á mánudaginn komst sá orðrómur á kreik að Jennifer Lopez og Ben Affleck væru byrjuð aftur saman eftir að sást til þeirra á skíðasvæði í Montanaríki í Bandaríkjunum þar sem Affleck á alpahús. Heimildir herma að þau hafi hegðað sér líkt og par og augljóst að það voru miklir neistar á milli þeirra. 

Hinn fimmtánda apríl gaf Lopez út fréttatilkynningu þess efnis að hún og hafnaboltagoðsögnin Alex Rodriguez væru hætt saman. Sama dag birtir Rodriguez undarlegt myndband á Instagram, þar virðist hann lifa í voninni, en því miður hafði sambandið geispað golunni, Lopez var að deyja úr leiðindum með honum.

Rodriguez er í sjokki yfir framvindu mála. „Hann hélt í alvöru að hún myndi koma aftur til sín,“ er haft eftir vini þeirra beggja. „Hann hefur reynt að hafa samband við hana því hann þráir að hitta hana, en hún hefur verið mjög snubbótt við hann,“ sem er eðlilegt, hún sér aðeins eitt, það er Bennifer 2.0.

Matt Damon er til í þetta

Matt Damon og Ben Affleck fagna óskarverðlaunum fyrir myndina Good …
Matt Damon og Ben Affleck fagna óskarverðlaunum fyrir myndina Good Will Hunting REUTERS

Besti vinur Bens Afflecks, óskarsverðlaunahafinn Matt Damon, vill ekki gefa neitt upp varðandi Bennifer. Damon var gestur í þættinum Today í Bandaríkjunum í gær. Þáttarstjórnendur nýttu tækifærið og reyndu að fá eitthvert slúður varðandi mál málanna: „Það er ekki til nógu mikið vín í þessum heimi fyrir ykkur til að fá eitthvað upp úr mér varðandi þetta mál,“ svaraði Damon.

Miðað við þetta svar er eitthvað meira á milli þeirra en aðeins vinátta. „Ég elska þau bæði, ég vona að þetta sé satt, það væri geggjað,“ bætti Damon við. 

Vonandi upplifa þau slatta af hamingju saman
Vonandi upplifa þau slatta af hamingju saman REUTERS
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir