Norman Lloyd er látinn 106 ára

Norman Lloyd er látinn.
Norman Lloyd er látinn. Ljósmynd/IMDb

Leikarinn Norman Lloyd er látinn 106 ára að aldri. Lloyd var hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk illmennisins í kvikmynd Alfreds Hitchcock, Saboteur. 

Lloyd lést á heimili sínu Los Angeles á þriðjudag en sonur hans Michael greindi The Hollywood Reporter frá andlátinu. 

Lloyd vann sem leikari, leikstjóri og framleiðandi í yfir 92 ár og kom fram í fjölda kvikmynda, þátta, leikrita og útvarpsþátta. 

Lloyd gekk að eiga Peggy Craven árið 1936 og áttu þau tvö börn saman. Craven lést árið 2011. 

Ljósmynd/IMDb
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar