„Ég elska Godzillu mjög mikið“

Godzilla í myndinni um Godzilla og King Kong.
Godzilla í myndinni um Godzilla og King Kong.

Risagór­ill­an King Kong og risaeðlan Godzilla eru til um­fjöll­un­ar í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins Bíós. Brynja Hjálms­dótt­ir, sér­leg­ur áhugamaður um skrímsl­in, ræðir við um­sjón­ar­mann um bíó­mynd­ina Godzilla vs. Kong. 

„Ég elska Godzillu mjög mikið,“ seg­ir Brynja um eðluna sem á sér mik­inn fjölda aðdá­enda og bend­ir hún á að austrið og vestrið mæt­ist í mynd­inni, Godzilla upp­haf­lega jap­anskt fyr­ir­bæri og King Kong banda­rískt þó svo gór­ill­an hafi fund­ist á Skull Is­land, þ.e. Hauskúpu­eyju. 

Brynja er býsna hrif­in af nýju mynd­inni sem hef­ur gert það gott í bíó­um víða um lönd, enda sum­ar­mynd með stóru s-i. Brynja seg­ist leng­ur hafa haft áhuga á Godzillu en King Kong enda ólík kvik­indi og heim­ur­inn í kring­um Godzillu öllu íburðarmeiri. Fjöldi kvik­mynda er til um bæði skrímsli og hafa þau mæst áður í kvik­mynda­sög­unni með til­heyr­andi eyðilegg­ingu.

Kvik­myndarýn­ir Morg­un­blaðsins, Gunn­ar Ragn­ars­son, var nokkuð sátt­ur við Godzilla vs. Kong á dög­un­um og gaf þrjár stjörn­ur af fimm mögu­leg­um.  

Nýj­asta þátt hlaðvarps­ins Bíó má finna hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert enn á báðum áttum meðan vinnufélagar þínir eru búnir að taka afstöðu og pressa þig stíft. Njóttu lífsins eins og þú getur og gerðu eitthvað skemmtilegt með vinum og ættingjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert enn á báðum áttum meðan vinnufélagar þínir eru búnir að taka afstöðu og pressa þig stíft. Njóttu lífsins eins og þú getur og gerðu eitthvað skemmtilegt með vinum og ættingjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son