Trúlofuð eftir eins mánaðar samband

Porsha Williams og Simon Guobadia eru trúlofuð.
Porsha Williams og Simon Guobadia eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Porsha Williams og Simon Guobadia eru trúlofuð eftir aðeins eins mánaðar samband. Williams er í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives af Atlanta. 

Williams tilkynnti trúlofunina á samfélagsmiðlum á mánudag. „Samband okkar hófst fyrir einum mánuði – já við erum brjálæðislega ástfangin. Ég veit þetta kom fljótt en við njótum hvers dags til hins ýtrasta. Ég vel hamingjuna á hverjum degi og hverju kvöldi,“ skrifaði Williams. 

Guobadia er nýlega einhleypur en hann var giftur annarri raunveruleikastjörnu, Falynn Guobadia. Þau tilkynntu skilnað sinn í apríl síðastliðnum eftir tveggja ára hjónaband. Þar sagði hún að Simon hefði sótt um skilnað í janúar. 

„Ég bað hana að giftast mér af því við tékkuðum í öll box hvort hjá öðru og meira til,“ skrifaði Simon á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar