Churchill í Þjóðleikhúsinu

Caryl Churchill leikskáld.
Caryl Churchill leikskáld. Ljósmynd/Marc Brenner

Þjóðleikhúsið sýnir í fyrsta sinn verk eftir Caryl Churchill, sem er eitt virtasta leikskáld Bretlands. Um er að ræða verkið Ást og upplýsingar sem Auður Ava Ólafsdóttir þýðir og Una Þorleifsdóttir leikstýrir, en Þjóðverjinn Daniel Angermeyer hannar leikmyndina. Verkið verður frumsýnt í Kassanum í febrúar 2022.

Caryl Churchill, sem er í hópi framsæknustu leikskálda samtímans, er ekki síst þekkt fyrir afar áhugaverðar tilraunir með form og innihald. Í verkinu Ást og upplýsingar, sem hlaut mikið lof þegar það var frumflutt í Royal Court-leikhúsinu í London árið 2012, kryfur Churchill samtímann af óvægni.

„Hún skoðar með skemmtilegum og frumlegum hætti hina djúpstæðu löngun okkar til að upplifa nánd og vera elskuð, í heimi sem oft og tíðum virðist einmitt koma í veg fyrir einingu. Brugðið er upp skörpum skyndimyndum af mannlífinu, í hjartnæmu, tragísku og fyndnu verki,“ segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir