Covid-smit hjá pólska hópnum

Eurovision fer fram í Amsterdam í Hollandi í ár.
Eurovision fer fram í Amsterdam í Hollandi í ár. AFP

Aðalsöngvarinn í pólska Eurovision-hópnum, Rafal Brzozowski, hefur greinst með Covid-19-smit, en undirbúningur fyrir keppnina er nú í fullum gangi, enda aðeins þrír dagar í fyrra undankvöldið og fimm dagar í það síðara þar sem Pólland og Ísland eru meðal keppenda.

Í tilkynningu frá aðstandendum keppninnar kemur fram að smitið hafi greinst við hefðbundna Covid-19-skimun í dag, en pólski hópurinn var við æfingar í höllinni í Amsterdam á fimmtudaginn. Þá var hópurinn einnig skimaður og voru niðurstöður prófa þá neikvæðar.

Rafal er kominn í einangrun og aðrir úr pólska hópnum eru í sóttkví, en frekari skimanir munu fara fram á hópnum. Vegna þessa er ljóst að pólski hópurinn mun ekki mæta á kynningarkvöldið á sunnudaginn.

Fram kemur í tilkynningunni að frekari upplýsingar verði veittar síðar, en ekkert er gefið upp um hvort þetta þýði að þátttöku pólska hópsins sé lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar