Katie Holmes hætt með kærastanum

Katie Holmes.
Katie Holmes. AFP

Hollywood-leikkonan Katie Holmes er hætt með kærasta sínum, kokkinum Emilio Vitalo. Fyrst fréttist af sambandi Holmes og Vitalo í september í fyrra en nú er allt búið. 

Talsmaður leikkonunnar staðfesti við vef Us Weekly að parið hefði farið hvort í sína áttina en væru enn góðir vinir. Parið sem sást reglulega saman í New York hefur ekki sést saman í rúmlega mánuð. Holmes er nú við tökur á kvikmynd í Connecticut í Bandaríkjunum. 

Heimildarmaður segir parið fyrrverandi hafa áttað sig á að þau væru betri sem vinir. Um tvær vikur eru síðan þau hættu saman. „Katie og Emilio nutu þess að vera saman en sambandið gekk bara ekki upp. Hún einbeitir sér að því að vera móðir og næstu verkefnum.“

Holmes á hina 15 ára gömlu Suri Cruise með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Tom Cruise. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar