Hóparnir frá Rúmeníu og Möltu ekki með í kvöld

Hópurinn Destiny kemur fram fyrir hönd Möltu í Eurovision í …
Hópurinn Destiny kemur fram fyrir hönd Möltu í Eurovision í ár. AFP

Eurovision-hóparnir frá Möltu og Rúmeníu munu ekki taka þátt í kynningarkvöldi keppninnar í kvöld. Er þessi ákvörðun tekin í varúðarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) rétt í þessu.

Fyrr í dag var tilkynnt að smit hefði komið upp í íslenska hópnum, en mbl.is hefur fengið staðfest hjá Rúnari Frey Gíslasyni, einum skipuleggjenda hópsins, að sá sem smitaðist sé ekki meðal þeirra sem eiga að stíga á svið. Í gær var greint frá því að smit hefði komið upp hjá pólska hópnum. Þar sem allir úr báðum þessum hópum fara í sóttkví eða einangrun munu þeir ekki taka þátt í kynningarkvöldinu.

Fyrra undankvöld Eurovision í ár fer fram á þriðjudaginn og hið síðara á fimmtudaginn. Rúmenía og Malta keppa á þriðjudaginn en Ísland og Pólland eiga að stíga á svið á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar