Tom Cruise kom knattspyrnufélagi til bjargar

Tom Cruise við tökur á Mission Impossible.
Tom Cruise við tökur á Mission Impossible. AFP

Bandaríski leikarinn Tom Cruise kom grasrótarstarfi knattspyrnufélagsins Woburn & Wavendon til bjargar á dögunum, en félagið hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum undanfarið ár sökum kórónuveirufaraldursins. 

Liðið þurfti að gefa eftir æfingasvæðið sitt í Bedfordshire tímabundið þar sem tökur á mynd Cruise, Mission Impossible 7, fóru þar fram. Cruise kom þó liðinu til bjargar og áritaði þó nokkrar keppnistreyjur félagsins, sem notaðar verða í fjáröflun þess. 

Formaður félagsins, Robert Hill, segir að það hafi verið erfitt að geta ekki notað æfingasvæðið vegna taka á kvikmyndinni og að liðið hafi verið orðið óþreyjufullt að komast á völlinn eftir að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Hann segir að félagið hafi haft samband við framleiðslufyrirtæki Mission Impossible sem lofaði að gera sitt til að aðstoða félagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar