Bandaríski leikarinn Tom Cruise kom grasrótarstarfi knattspyrnufélagsins Woburn & Wavendon til bjargar á dögunum, en félagið hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum undanfarið ár sökum kórónuveirufaraldursins.
Liðið þurfti að gefa eftir æfingasvæðið sitt í Bedfordshire tímabundið þar sem tökur á mynd Cruise, Mission Impossible 7, fóru þar fram. Cruise kom þó liðinu til bjargar og áritaði þó nokkrar keppnistreyjur félagsins, sem notaðar verða í fjáröflun þess.
Formaður félagsins, Robert Hill, segir að það hafi verið erfitt að geta ekki notað æfingasvæðið vegna taka á kvikmyndinni og að liðið hafi verið orðið óþreyjufullt að komast á völlinn eftir að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Hann segir að félagið hafi haft samband við framleiðslufyrirtæki Mission Impossible sem lofaði að gera sitt til að aðstoða félagið.
Hollywood star Tom Cruise was in town filming near one of our venues, meaning we had to relocate, but the Mission Impossible crew generously gave us their support with Tom signing a few shirts too. Those are now available as rewards on our campaign page https://t.co/E6oPr67tlq pic.twitter.com/MCXSU2QMks
— Woburn & Wavendon FC (@FCWoburn) May 15, 2021